JJ Lögmenn

 
black.PNG

Við erum staðsettir að,

HAFNARTORGI 101 REYKJAVÍK - VIÐ HLIÐINA Á HÉRAÐSDÓMI

 

Fyrirtækið

Lögfræðistofan JJ Lögmenn er lítil lögfræðistofa sem opnaði 2010. Smæð hennar er hennar styrkur, því sökum smæðar hennar verður öll þjónusta persónulegri og betur sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Það er engin fjarlægð milli starfsmanna og viðskiptamanna í þessu fyrirtæki. Lögfræðistofan mun veita þér trausta lögmanns og lögfræðiþjónustu. 

Lögfræðistofan leggur metnað sinn í að veita framúrskarandi lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. 

Við erum sérfróð á flestum sviðum lögfræðinnar og er lögfræðistofan því mjög vel í stakk búin til að sinna af kostgæfni þeim lögfræðistörfum sem samfélag okkar krefst hverju sinni. 

Markmið lögfræðistofunnar er að veita lögfræðiþjónustu sem er fyrsta flokks á sviðum lögfræðinnar með öflugu og örugglega stækkandi fyrirtæki. 
Með þeirri sérhæfingu sem starfsmenn stofunnar búa yfir, tryggjum við að markmiðum stofunnar sé að fullu náð. Það er að hagsmunir viðskiptavinarins fái framgang framar öllu.

Við fylgjum málum eftir af vandvirkni og tökum tillit til skjólstæðinga okkar.

Lögfræðistofan JJ Lögmenn vinnur jafnframt í nánu samstarfi við aðra lögmenn .
 

 

Bókaðu tíma

Hægt er að bóka tíma með einum smelli.

 
heradsdomur.jpg

Um okkur

Ég heiti JAkob Jakobsson og stofnaði þessa stofu

Ég er fæddur og uppalinn af verkafólki þar sem spara þurfti aurana og skorti því ýmislegt.

Ég byrjaði 9 ára að bera út og selja blöð, á jólum vann ég í "door to door" sölu á sælgæti og gat því keypt jólagjafir fyrir eigið fé þó ungur væri. Vinnusemi er mér því í blóð borin.

Þegar ég var 15 ára vann maður í fiski og fór svo á sjóinn þar sem ég var til 28 ára aldurs. Á sjó var ég háseti, matsveinn í nokkur ár, vélstjóri í nokkur. Allt voru þetta fley sem eiga ekkert sameiginlegt með nútímabátum, annað en báðir fljóta.  Í lokin var ég skipstjóri á undir 30 tonna bát. Á þessum tíma nam ég vélstjórn með sjónum. Á 9. áratugnum tók ég mér smáfrí frá sjónum og lagði stutta stund á nám í Tölvutækni við Iðnskólann í Reykjavík sem var alveg nýtt, en námið byggðist mikið á stærðfræði sem átti mjög vel við mig. En sjórinn sótti á og út á sjó fór ég aftur.

Eftir að sjómennsku minni lauk fékk maður ekki vinnu í landi.  Enginn vildi ráða sjómann sem hafði haft svo “góðar tekjur” og kunni “ekkert” nema sjómannsstörf (þau voru ekki hátt skrifuð þá).

Ég hafði lífsviðurværi um árabil af því að leika með hljómsveitum og fleira, ásamt því að kenna á harmonikku. Síðan fór ég í skóla, lauk námi í Markaðs og útflutningsfræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og útskrifaðist með I einkunn. Ég stundaði sölustörf á Skipasölum, sinnti sölustjórnun þar og jafnframt í bíóhúsum og fleira. Ég tók að mér stjórnun fyrirtækja bæði í sjávarútvegi og innflutningi. Samhliða þeim stjórnunarstörfum fór ég á fjölda námskeiða í fjármálum, viðskiptum, skattasniðgöngu og fleira við Háskola Íslands til að efla mig. Loks fór ég með syni mínum í lögfræðinám og lauk því ferli með töku prófs til héraðsdómslögmanns. Jafnframt því öðlaðist ég langþráð fasteigna, skipa og fyrirtækjasöluréttindi sem og leigumiðlunarréttindi.

 

Okkar loforð

Við lofum skjólstæðingum okkar að vinna 100% að hagsmunum þeirra. Alltaf.
Við erum til taks 24 tíma, 7 daga vikunnar allt árið.
Okkar skjólstæðingar geta treyst því að við munum alltaf gæta 100% trúnaðar og þagmælsku varðandi þeirra mál. Og þá skiptir engu máli hvert tilefnið er. Alltaf 100% trúnaður.
— JJ Lawyers
Við höfum yfir 20 ára reynslu af fasteignaviðskiptum.
— JJ Lawyers
Upp úr miðjum 9 áratugnum sinntum við skipasölu og kvótamiðlun mikið eftir að kvótaframsal var leyft.
Farsælt og gott samstarf þróaðist á þessum tíma, mikið traust sem og trygg viðskiptasambönd sem halda enn í dag.
— JJ Lawyers
Við gætum laga og reglna og störfum eftir stífum “prinsippum”.
Hagsmunir viðskiptavina okkar eru ávallt í fyrirrúmi!
— JJ Lawyers